Snarpur kippur á Hellisheiði

Grænu stjörnurnar vestast á skjálftasvæðinu sýna hvar skjálftinn varð nú …
Grænu stjörnurnar vestast á skjálftasvæðinu sýna hvar skjálftinn varð nú í kvöld.

Jarðskjálfti, sem varð á bilinu 4-4,5 stig á Richter, varð laust eftir klukkan 18:30 og átti upptök sín á Hellisheiði við Skálafell. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu. Veðurstofan segir að minni skjálftar hafi fylgt á sömu slóðum og fylgst sé grannt með virkninni.

Einn skjálftanna var 3,3 stig samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista á vef Veðurstofunnar.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi hafa engar tilkynningar borist um að skjálftinn hafi valdið tjóni í Hveragerði eða annars staðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert