Lögreglan á Selfossi handtók á föstudag karlmann, sem var að sniglast í og við hús í Hveragerði sem íbúar höfðu yfirgefið vegna jarðskjálftanna daginn áður.
Í bíl mannsins fundust tveir rifflar og skammbyssa, sem talið var að væri úr húsinu. Skammt frá húsinu fundust ýmsir silfurmunir sem grunur lék á að maðurinn hefði borið út úr húsinu og falið.
Maðurinn sagði í yfirheyrslu að kunningjafólk hans ætti heima í húsinu sem hann hafði komið að ólæstu. Hann hafi ætlað að koma hlutunum undan til að tryggja að einhver færi ekki inn í húsið og stæli úr því.
Um 15 grömm af amfetamíni fannst í bílnum en maðurinn sagðist ekkert vita um það.
Talið var að kona hefði verið með manninum en hún fannst ekki fyrr en á seint á laugardag. Hún var handtekinn og færð til yfirheyrslu.