Stefnt að frumvarpi um eldsneytisskatta í haust

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra á blaðamannafundinum í dag.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Golli

Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, seg­ir að mikið hafi gerst frá því starfs­hóp­ur um heild­ar­stefnu­mót­un skatt­lagn­ing­ar á  eldsneyti og öku­tækja var skipaður fyr­ir tæpu ári síðan.

Að sögn Árna þarf að kom­ast að póli­tískri niður­stöðu hvað verður gert. Ger­ir ráð fyr­ir að það taki sum­arið að fara yfir þess­ar niður­stöður og von­andi hægt að leggja fram frum­vörp í haust og þau af­greidd fyr­ir ára­mót. 

Skýrsl­an var að sögn Árna kynnt á föstu­dag í rík­is­stjórn en ekki búið að fjalla efn­is­lega um niður­stöðuna og rík­is­stjórn­in því ekki búin að taka af­stöðu til þeirra leiða sem nú eru lagðar til. Seg­ir Árni að það sé nauðsyn­legt að það komi fram að ekki sé búið að taka póli­tíska af­stöðu í mál­inu.  

Að sögn fjár­málaráðherra eru  tvær aðrar nefnd­ir að skoða þessi mál og munu þær ljúka störf­um fljót­lega. Eru það nefnd um al­menn­ings­sam­göng­ur og nefnd um flutn­ings­jöfn­un á lands­byggðinni. Seg­ir Árni að þar muni ör­ugg­lega koma fram sjón­ar­mið sem hafa áhrif á störf þeirra nefnd­ar sem nú skil­ar af sér skýrslu. 

Hæst kolt­ví­sýr­ings­los­un á Íslandi inn­an EES

Á blaðamanna­fundi í dag kom fram að Ísland er með hæstu kolt­ví­sýr­ings­los­un ný­skráðra fólks­bíla inn­an evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Seg­ir formaður starfs­hóps­ins að það stefni í óefni ef ekk­ert verður að gert.

Niðurstaða starfs­hóps­ins er sú að til þess að ná sett­um mark­miðum fram er að tengja skatt­lagn­ingu við los­un á kolt­ví­sýr­ingi. Leið sem ná­grannaþjóðirn­ar hafa verið að fara í auknu mæli.

Óbreytt­ar tekj­ur rík­is­sjóðs sam­kvæmt til­lög­um starfs­hóps

Í skýrslu starfs­hóps­ins er lagt til að breyt­ing­ar verði gerðar á stofn­gjöld­um öku­tækja. Að komið verði á kolt­ví­sýr­ings (CO2) los­un­ar­gjaldi í stað vöru­gjalda á öku­tæki. Að skráð kolt­ví­sýr­ings­los­un komi í stað skráðs rúm­taks afl­vél­ar.

Starfs­hóp­ur­inn legg­ur til breyt­ing­ar á und­anþágum frá los­un­ar­gjaldi og þær ein­faldaðar. Breyt­ing­arn­ar þýða áætlað tekjutap rík­is­sjóðs upp á 1.200 millj­ón­ir króna.

Jafn­framt er lagt til að ár­gjald, það er bif­reiðagjald, verði lækkað og það fari eft­ir los­un kolt­ví­sýr­ings. Þetta þýðir að tekj­ur rík­is­sjóðs munu minnka um 500 millj­ón­ir króna.

Starfs­hóp­ur­inn legg­ur til að lagður verðu  kol­efn­is­skatt­ur á jarðefna­eldsneyti. Fjár­hæð skatts­ins verði ákvörðuð út frá skráðu markaðsverði fyr­ir los­un­ar­heim­ild­ir CO2 og háð markaðsverði og gengi evr­unn­ar. Verði í kring­um 5 kr. per lítri af bens­íni en 6 kr. á lítra af dísi­lol­íu. Áætlaður tekju­auki rík­is­sjóðs um 1.700 millj­ón­ir króna. Þetta þýðir að heild­ar­tekj­ur rík­is­sjóðs af eldsneyti verða þær sömu  og áður held­ur er ein­ung­is um til­færsl­ur að ræða  á milli flokka.

Kíló­metra­gjald á öku­tæki yfir 10 tonn verði óbreytt en verði inn­heimt með GPS tækni um leið og sú tækni er orðinn áreiðan­leg­ur grund­völl­ur skatt­heimtu. Í heild gera til­lög­ur starfs­hóps­ins ráð fyr­ir tekju­til­færslu í skatt­lagn­ingu af öku­tækj­um yfir á eldsneyti.

Í starfs­hópn­um áttu sæti full­trú­ar fjár­málaráðuneyt­is, sam­gönguráðuneyt­is og um­hverf­is­ráðuneyt­is og átti starfs­hóp­ur­inn sam­ráðsfundi við 29 hags­munaaðila. Í skip­un­ar­bréfi starfs­hóps­ins kem­ur fram að starfs­hóp­ur­inn eigi að gera til­lög­ur um sam­ræmda skatt­lagn­ingu öku­tækja og eldsneyt­is sem hafi þau mark­mið að leiðarljósi að hvetja til notk­un­ar vist­vænna öku­tækja, orku­sparnaðar, minnk­un­ar á los­un gróður­húsaloft­teg­unda, auk­inn­ar notk­un­ar inn­lendra orku­gjafa, fjár­magna upp­bygg­ingu og viðhald vega­kerf­is­ins og þjóna áfram sem al­menn tekju­öfl­un fyr­ir rík­is­sjóð.

Í skýrslu starfs­hóps­ins er velt upp mis­mun­andi val­kost­um og lagðar fram til­lög­ur sem miða að því að reyna að ná fram þess­um mark­miðum. Eru til­lög­ur starfs­hóps­ins hugsaðar sem grunn­ur fyr­ir frek­ari ákv­arðana­töku, þannig að á grunni þeirra verði unnt að vinna frum­vörp til laga. Bent er á að ýms­ar tíma­bundn­ar und­anþágur fyr­ir vist­væn öku­tæki og orku­gjafa renna út um næstu ára­mót.

Hug­mynd­ir starfs­hóps­ins eru unn­ar út frá fjór­um nú­gild­andi stoðum í skatt­lagn­ingu öku­tækja og eldsneyt­is, en það eru stofn­gjald (vöru­gjald af öku­tækj­um), ár­gjald (bif­reiðagjald), eldsneyt­is­gjald (vöru­gjöld af eldsneyti og ol­íu­gjald) og notk­un­ar­gjald (kíló­metra­gjald). Ný og sam­ræmd skatt­lagn­ing öku­tækja og eldsneyt­is nær til allra þess­ara þátta, að því er seg­ir í skýrslu hóps­ins sem kynnt var á blaðamanna­fundi í dag.

Fram kom á fund­in­um að um­hverf­is­ráðherra, Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, fagni þeim til­lög­um sem kynnt­ar eru í skýrsl­unni.  

Skýrsla starfs­hóps­ins  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert