Bensínhákar óseljanlegir?

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að upptaka kolefnisskatts á bílaeldsneyti geti gert eyðslufreka bíla nánast óseljanlega, nema verðið á þeim verði lækkað mikið.

Starfshópur fjármálaráðherra leggur til að skattlagning á bíla og eldsneyti verði tengd við losun á koltvísýringi (CO2). Þannig komi kolefnisskattur á eldsneytið og miðað við að gengi evru sé 120 kr. yrði hann 5,57 kr. á lítra af bensíni og 6,45 kr. á lítra af dísilolíu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert