Bjart er yfir í Reykjavík og mældist 10 stiga hiti á mælum Veðurstofu Íslands klukkan sex í morgun. Er þetta í takt við veðrið í nýliðnum mánuði en samkvæmt veðurvef Einars Sveinbjörnssonar var maímánuður sá hlýjasti í 48 ár í Reykjavík. Á Akureyri hefur maí ekki verið jafn hlýr í 17 ár.
Mánuðurinn var alveg
laus við norðanhret en það er frekar óvenjulegt, en þó ekki einsdæmi, að sögn
Einars.
Í Reykjavík mældist meðalhitinn
8,6°C. Svo hlýtt hefur ekki verið frá 1960,
en þá var ívið hlýrra. Á Akureyri var hitinn 8,0°skv. bráðabirgða
reikningum. Talsvert hlýrra var hins vegar 1991. Í samanburði við
fyrra ár nær mánuðurinn þó engan veginn maí 1935 sem er klárlega sá hlýjasti
frá upphafi mælinga. Þá fór meðalhitinn í Reykjavík eitthvað yfir 9 stig.
Veðurspá dagsins: Austlæg átt, yfirleitt 5-10 m/s, skýjað og dálítil súld með köflum austan- og suðaustanlands, en bjart vestanlands. Austan og norðaustan 5-13 í kvöld, hvassast norðvestanlands, og fer að rigna, fyrst um landið sunnanvert. Styttir upp undir morgun, en áfram dálítil væta um landið sunnan- og austanvert. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast vestantil, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.
Bloggvefur Einars Sveinbjörnssonar