Hvalkjötið enn ekki tollafgreitt í Japan

Langreyð skorin í Hvalfirði
Langreyð skorin í Hvalfirði mbl.is/RAX

Grænfriðungar gagnrýna þá yfirlýsingu Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., í íslenskum fjölmiðlum að allt hvalkjöt sem unnið hafi verið úr langreyðum hér á landi hafi verið selt til Japans en ekki enn verið tollafgreitt og því komist það ekki á markað strax.

„Þetta virðist vera tilraun til að komast að því hvort japönsk yfirvöld leyfi innflutning á hvalkjöti,“ sagði Frode Pleym, talsmaður grænfriðunga í Noregi. Hann sagði það „fáránlegt“ að íslenskir og norskir hvalveiðimenn skyldu reyna að flytja út hvalkjöt til Japans því enginn markaður væri fyrir það þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert