Iceland Express gefst upp á Egilsstöðum

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. mbl.is/Jón Pétur

Iceland Express hóf síðasta sumar flug milli Egilsstaða og Kaupmannahafnar í tilraunaskyni. Nú er þeirri tilraun lokið og flugið verður fellt niður. „Eftirspurnin var langt undir væntingum Iceland Express, “ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá segir einnig:

„Eldsneytisverð hefur hækkað gríðarlega síðustu misseri og þar með kostnaður við hverja flugferð. Þegar við bættist lítill áhugi heimamanna á flugi til og frá Egilsstöðum.

Þeir farþegar sem þegar höfðu bókað flug um Egilsstaðaflugvöll hafa verið látnir vita og verður boðin endurgreiðsla. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert