Ísbjörn: Ráku upp stór augu

Guðrún Lárusdóttir, bóndi á Keldudal í Skagafirði, og Þórarinn Leifsson eiginmaður hennar ráku upp stór augu þegar þau sáu ísbjörn á gangi við Þverárfjallsveg, milli Sauðárkróks og Skagastrandar, í morgun. Lögreglan á Sauðárkróki hélt þegar á vettvang, en hún fann dýrið rétt sunnan við Þverárfjallsveg við afleggjarann út á Skaga. Dýrið var fellt um hálftólfleytið af öryggisástæðum, því það var á leið inn í land og þoka á svæðinu.

Rætt er við Guðrúnu í Keldudal í fréttatímanum og einnig er talað við Pál Hersteinsson, prófessor við líffræðiskor Háskóla Íslands, um það hvernig getur staðið á því að hvítabjörn komi upp á land á þessum árstíma.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl.

Páll Hersteinsson: hvítabirnir geta synt langar vegalengdir

Veðurblíða: góður maí - gott sumar?

Suðurland: enn mikil skjálftavirkni

Matvælaráðstefna SÞ: vannæring óviðunandi

Virkjanir fyrir bí?

Barnslík finnst í Horsens: nýjum vísbendingum fylgt eftir

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert