Ísbjörninn felldur

Öflugar tennur í gini hvítabjarnar.
Öflugar tennur í gini hvítabjarnar. mbl.is/Kristján Örn

„Við vild­um ekki missa hann upp í þok­una," sagði Pét­ur Björns­son varðstjóri lög­regl­unn­ar á Sauðár­króki í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins fyr­ir skömmu. Að sögn Pét­urs voru fengn­ar skytt­ur úr héraðinu til að fella dýrið.

„Hann var á leið inn í land og það var tek­in sú ákvörðun að fella dýrið," sagði Pét­ur. En þoka er inn til lands­ins og óttuðust menn um að missa sjón­ar á dýr­inu.

Hver tók þá ákvörðun að fella dýrið? „Ætli það hafi ekki verið yf­ir­lög­regluþjónn­inn," sagði Pét­ur. 

Skömmu áður hafði Frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins rætt við Pét­ur sem sagði að marg­ir for­vitn­ir veg­far­end­ur hafi lagt leið sína til að skoða hvíta­björn­inn sem var skammt frá Þver­ár­fjalls­vegi.

Pét­ur sagði að bjarn­dýrið hafi verið um það bil hálf­an til tæp­lega heil­an kíló­metra frá veg­in­um og á tíma­bili misstu menn sjón­ar af hon­um. 

„Dýrið ellti menn­ina sem voru að fylgj­ast með því uppi. Þeir vildu ekki missa sjón­ar af hon­um og nokkr­um sinn­um hljóp hann að þeim," sagði Pét­ur varðstjóri í sam­tali sín­um við Frétta­vef Morg­un­blaðsins. 

Fullvaxið bjarndýr var fellt við Þverárfjallsveg í morgun.
Full­vaxið bjarn­dýr var fellt við Þver­ár­fjalls­veg í morg­un. mbl.is/​Kristján Örn
Dýrið í heild sinni.
Dýrið í heild sinni. mbl.is/​Kristján Örn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert