Ísbjörninn felldur

Öflugar tennur í gini hvítabjarnar.
Öflugar tennur í gini hvítabjarnar. mbl.is/Kristján Örn

„Við vildum ekki missa hann upp í þokuna," sagði Pétur Björnsson varðstjóri lögreglunnar á Sauðárkróki í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins fyrir skömmu. Að sögn Péturs voru fengnar skyttur úr héraðinu til að fella dýrið.

„Hann var á leið inn í land og það var tekin sú ákvörðun að fella dýrið," sagði Pétur. En þoka er inn til landsins og óttuðust menn um að missa sjónar á dýrinu.

Hver tók þá ákvörðun að fella dýrið? „Ætli það hafi ekki verið yfirlögregluþjónninn," sagði Pétur. 

Skömmu áður hafði Fréttavefur Morgunblaðsins rætt við Pétur sem sagði að margir forvitnir vegfarendur hafi lagt leið sína til að skoða hvítabjörninn sem var skammt frá Þverárfjallsvegi.

Pétur sagði að bjarndýrið hafi verið um það bil hálfan til tæplega heilan kílómetra frá veginum og á tímabili misstu menn sjónar af honum. 

„Dýrið ellti mennina sem voru að fylgjast með því uppi. Þeir vildu ekki missa sjónar af honum og nokkrum sinnum hljóp hann að þeim," sagði Pétur varðstjóri í samtali sínum við Fréttavef Morgunblaðsins. 

Fullvaxið bjarndýr var fellt við Þverárfjallsveg í morgun.
Fullvaxið bjarndýr var fellt við Þverárfjallsveg í morgun. mbl.is/Kristján Örn
Dýrið í heild sinni.
Dýrið í heild sinni. mbl.is/Kristján Örn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka