„Ef þetta mál vinnst þá held ég að þessar virkjanir séu fyrir bí,“ segir Atli Gíslason, þingmaður og lögmaður landeiganda við neðri hluta Þjórsár, sem hefur stefnt fjármálaráherra fyrir hönd ríkisins og forstjóra Landsvirkjunar fyrir hönd fyrirtækisins vegna áforma þess um að reisa þrjár virkjanir í Þjórsá. Málið hefur fengið flýtimeðferð og verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í þessum mánuði. Atli gerir ráð fyrir því að niðurstaða ætti að liggja fyrir í haust.