Menntaverðlaunin afhent

Frá afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna.
Frá afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna. mbl.is/HAG

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti í kvöld Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ.

Verðlaunin hlutu: Í flokki skóla, Hvolsskóli á Hvolsvelli. Í flokki kennara, Arnheiður Borg. Í flokki ungra kennara, Halldór B. Ívarsson. Í flokki námsefnishöfunda, Pétur Hafþór Jónsson.

Í umsögnum um verðlaunahafa segir:

Arnheiður hefur með áherslu á jákvæða lífssýn og stuðningi við þá sem eiga í erfiðleikum með skólanámið  stuðlað að farsæld nemenda sinna. Hún er einn þeirra kennara sem gera hvern skóla betri. 

Skóli á grænni greinBright Start

Af öllu þessu er ljóst að í Hvolsskóla er farsælt og framsækið starf þar sem uppsprettan er fólgin í mannauði skóla sem sækir stuðning til góðra verka til hins ytra samfélags, leiddur áfram af styrkri forystu stjórnenda skólans.

Hljóðspor,    Hljóðspor – KennarabókHljóðspor

Halldór B. Ívarsson lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og námi til kennsluréttinda frá Háskólanum á Akureyri árið 2003. Halldór hefur kennt við Varmárskóla í Mosfellsbæ frá árinu 1999.

Halldór nýtur virðingar og trausts samstarfsmanna, ekki síst fyrir hæfileikann til að setja sig í annarra spor og leita sameiginlegra lausna á viðfangsefnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert