Mikil skjálftavirkni var á Hellisheiði austur af Skálafelli í nótt þar sem nokkuð snarpur skjálfti varð um kvöldmatarleytið í gær. Á sjálfvirku korti á vefsíðu Veðurstofunnar má sjá að mikil virkni var í nótt en að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur var enginn yfir 1,9 á Richter.
Þó að þessir kippir kunni að hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu hefur enginn hringt inn tilkynningar um skjálftavirknina í nótt..