Utanríkisráðherra á ferð og flugi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Friðrik Tryggvason

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tók í dag þátt í kvenleiðtogafundi sem haldinn var í höfuðborg Grikklands, Aþenu, í boði Doru Bakoyannis, utanríkisráðherra Grikkja.

Fundinn, sem fjallaði um aukna þátttöku kvenna  í viðskiptum í Mið-Austurlöndum, sóttu kvenutanríkisráðherrar, fulltrúar Evrópusambandsins, svo og leiðtogar í stjórnmála- og viðskiptalífi í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að stofna viðskiptaþróunarsjóð kvenna á svæðinu sem Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna mun annast umsýslu með, en nefndin hefur aðsetur í Beirút í Líbanon.

Frá Aþenu heldur utanríkisráðherra til Rómar þar sem hún situr leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um fæðuöryggi og matvælaverð í heiminum, auk þess sem hún mun funda með Franco Frattini, utanríkisráðherra Ítalíu og yfirmönnum alþjóðastofnana  S.þ. í Róm.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert