Aukið samstarf lögreglu og tolls um fíkniefnamál

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, og Snorri Olsen, tollstjóri, handsala samkomulagið.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, og Snorri Olsen, tollstjóri, handsala samkomulagið.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og tollstjórinn í Reykjavík hafa skrifað undir samkomulag um aukið samstarf og samvinnu á sviði fíkniefnamála. Embættin munu m.a. hafa samvinnu um rekstur og þjónustu fíkniefnaleitarhunda og samvinnu við rannsóknir á innflutningi, sölu og dreifingu fíkniefna og greiningarvinnu á því sviði.

Tollstjórinn í Reykjavík ber ábyrgð á rekstri, þjálfun og öllu öðru utanumhaldi um hundateymi sem er til taks fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þegar á þarf að halda. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun greiða hluta af rekstrarkostnaði við rekstur þess.

Fram kemur á heimasíðu lögreglunnar, að samvinna embættanna við rannsóknir og greiningarvinnu á sviði fíkniefnamála felist m.a. í gagnkvæmum aðgangi starfsmanna embættanna að starfsaðstöðu og aðstoð starfsmanna hvors embættis um sig. Í samkomulaginu felist einnig að embættin munu sameiginlega skipuleggja fræðslu og kynningar fyrir starfsmenn embættanna og efla á aðra lund samvinnu þeirra og samstarf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert