„Harma ísbjarnardrápið"

Ísbjörninn var felldur af skyttu í Skagafirði í gær.
Ísbjörninn var felldur af skyttu í Skagafirði í gær. mbl.is/Ómar Bragi Stefánsson

Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norður­landi, SUNN, harma ís­bjarn­ar­drápið í Skagaf­irði í gær og telja að ákvörðunin um að fella dýrið hafi ekki verið sér­lega vel ígrunduð.

Af frétt­um að dæma og frá­sögn­um sjón­ar­votta er ósenni­legt að slík hætta hafi verið fyr­ir hendi að ekki mætti bíða út­búnaðar til að fanga ís­björn­inn, seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.  Ísland sé aðili að fjöl­mörg­um alþjóðasamþykkt­um um dýra­vernd og líf­fræðileg­an fjöl­breyti­leika og þess­ar samþykkt­ir leggja okk­ur skyld­ur á herðar að drepa ekki dýr í út­rým­ing­ar­hættu.

Enn­frem­ur seg­ir að ef sú hætta stafi af ís­björn­um, sem látið er af, er það sinnu­leysi af stjórn­völd­um að ekki skuli vera til aðgerðaáætl­un því að ís­birn­ir koma til lands­ins öðru hverju.  Von­andi verður slík aðgerðaáætl­un gerð í kjöl­far þessa at­b­urðar og fagna sam­tök­in yf­ir­lýs­ingu um­hverf­is­ráðherra að farið verði ræki­lega yfir at­b­urðarás­ina í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert