Sextán ára stúlka hjólaði í veg fyrir fólksbíl á Hlíðarbraut á Akureyri um klukkan tíu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar var stúlkan flutt með sjúkrabíl á slysadeild til skoðunar. Talið er líklegt að heyrnartól og tónlistarspilari hafi valdið því að stúlkan heyrði ekki í bílnum. Stúlkan var hjálmlaus.