Ólafur Örn mun sjá um þjónustumiðstöðvar

Ólafur Örn Haraldsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn til tímabundinna verkefna hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.   Hann mun sjá um rekstur þjónustumiðstöðvanna á jarðskjálftasvæðunum og er hann þegar kominn til starfa. 

Þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálfta sem starfræktar eru í Tryggvaskála á Selfossi og í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði verða opnar næstu daga.

Í þjónustumiðstöðvunum er unnt að leita áfallahjálpar, upplýsinga og aðstoðar frá Rauða krossinum og fulltrúum sveitarfélaganna varðandi húsnæðismál, tryggingar o.fl.  Fagfólk á vegum Landspítala hefur bæst í hóp sjálfboðaliða Rauða krossins og þeirra presta sem veitt hafa stuðning og áfallahjálp hingað til. 

Starfsemin verður flutt og sameinuð þjónustumiðstöð viðlagatryggingar mánudaginn 9. júní og opnunartími auglýstur sérstaklega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert