Ölvaður á 171 km hraða

mbl.is/Júlíus

Lögreglan á Selfossi stöðvaði um sjöleytið í kvöld ölvaðan og réttindalausan ökumann á 171 km hraða á Suðurlandsvegi, skammt austan við bæinn.

Segir lögreglan að litlu hafi mátt muna að bíllinn lenti framan á lögreglubílnum, og aksturslag hans hafi verið slíkt, að mildi geti talist að tekist hafi að stöðva hann áður en slys hlaust af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka