Skila lóðum fyrir 200 milljónir

Úlfarsárdalur
Úlfarsárdalur mbl.is/Sverrir

Reykjavíkurborg hefur þurft að endurgreiða um 200 milljónir króna á árinu vegna skila á lóðum sem úthlutað var í landi Úlfarsárdals við Úlfarsfell. Þetta kom fram í máli Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í gær.

Að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, er nokkrum lóðum skilað í viku hverri. Hann hafði ekki upplýsingar um hversu mörgum lóðum hefði verið skilað í heild en þær eru flestar undir einbýlishús og seldust á 11,1 milljón króna. Lóð fyrir íbúð í raðhúsi seldist á 7,5 milljónir kr. og fyrir íbúð í fjölbýli á 4 milljónir kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert