Steypireyðar á Skjálfanda

Steypireyðar á sundi
Steypireyðar á sundi

Áhafnir og gestir hvalaskoðunarbáta á Húsavík hafa séð steypireyðar á Skjálfandaflóa í dag. Fram kemur á heimasíðu Norðursiglingar, að áhöfinin á bátnum Bjössa Sör hafi séð að minnsta kosti fimm steypireyðar í flóanum.

Á heimasíðunni segir, að dýrin séu dreifð um allan flóa og kafi í frekar langan tíma í senn. Þrátt fyrir það náðist mjög góður árangur í að sýna þessa tignarlegu hvali.

Á heimasíðu félagsins Gentle Giants Whale Watching á Húsavík kemur fram, að 3-4 steypireyðar hafi sést í dag á Skjálfanda en félagið gerir út hvalaskoðunarbátinn Faldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert