Svifryk vegna sandroks

Svifryk hefur verið yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag.
Svifryk hefur verið yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag. mbl.is/RAX

Sand­ur berst nú með aust­læg­um átt­um yfir höfuðborg­ar­svæðið og hef­ur svifryk því mælst yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í dag. Meðaltals­styrk­ur svifryks  frá miðnætti í dag er 120 míkró­grömm á rúm­metra.

Að sögn um­hverf­is­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar spá­ir Veður­stof­an svipuðu veðri í kvöld og á morg­un og megi því bú­ast við að svifryk mæl­ist áfram yfir mörk­um. Ryk berst af há­lend­inu og senni­lega úr opn­um grunn­um og óbundn­um svæðum í grennd við borg­ina. Fín­ustu agn­ir þessa ryks valda þeim óþæg­ind­um, sem eru með viðkvæm önd­un­ar­færi eða ast­ma.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert