Þrýsta fastar á Vilhjálm

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Friðrik Tryggvason

„Teikn eru á lofti“ um að botn fáist „fyrr en seinna“ í það hver muni leiða Sjálfstæðisflokkinn í borginni og taka við sem borgarstjóri í mars. Þó að ekkert sé „fast í hendi“ má heyra að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur færst nær ákvörðun. Hann ætlaði að tilkynna ákvörðun sína í haust, en „bjartsýni“ gætir innan flokksins um að þess sé fyrr að vænta. Þá fellur í hlut annars að taka við sem borgarstjóri á næsta ári. Vilhjálmur vill ekkert tjá sig um málið við Morgunblaðið: „Ég á það við minn flokk.“

Ástæða sinnaskiptanna felst m.a. í skoðanakönnunum undanfarið sem sýna mikið fylgistap flokksins í borgarstjórn og gætir áhrifa þess einnig í landsmálunum. Fyrir vikið hefur þrýstingur á að „tappinn verði settur í“ aukist mjög frá flokksmönnum og kjörnum fulltrúum flokksins á landsvísu.

Þungt hljóð var í þingmönnum þegar haft var samband við marga þeirra í gær. Orðin sem þeir völdu til að lýsa ástandinu voru m.a. „ömurlegt“, „ringulreið“, „hræðilegt“ og „rugl“. Einn forystumaður segir ástandið „mjög hættulegt“ fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Það verður að stöðva þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert