Ummæli í Ísafold dæmd ómerk

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is

Ummæli Jóns Trausta Reynissonar, ritstjóra Ísafoldar, og Daggar Kjartansdóttur, blaðamanns, í garð Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eiganda Goldfinger, sem birt voru í grein tímaritsins Ísafoldar í júní 2007 voru dæmd ómerk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau voru hins vegar sýkn af kröfu Ásgeirs um birtingu forsendna og dómsorðs í málinu í næsta tölublaði tímaritsins Nýs lífs en á þessu ári hafa tímaritin Ísafold og Nýtt líf sameinast undir nafninu Nýtt líf.

Er þeim Jóni Trausta og Dögg gert að greiða Ásgeiri 1 milljón króna í miskabætur með dráttarvöxtum. Jafnfram er þeim gert að greiða Ásgeiri 300 þúsund krónur til að standa straum af birtingu dómsins í dagblöðum og 400 þúsund krónur til að standa straum af málskostnaði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert