Varanlegar landbreytingar í skjálftanum

Staðsetningar mæla Veðurstofunar eru sýndar með rauðum þríhyrningum og láréttar …
Staðsetningar mæla Veðurstofunar eru sýndar með rauðum þríhyrningum og láréttar færslur á þeim í skjálftunum með svörtum örvum.

Suðurlandsskjálftinn 29. maí síðastliðinn olli talsverðum landbreytingum á skjálftasvæðinu. Færðist land á Selfossi um allt að 20 sentimetra til suðausturs og í Hveragerði um 17 sentimetra til norðvesturs.

Þá lyftist jörð á svæði við Selfoss upp um 5 sentimetra og stöðin við Hveragerði lyftist upp um 3,5 sentimetra. Segir Veðurstofan, að þessar landbreytingar séu varanlegar.

Veðurstofa Íslands rekur kerfi samfelldra GPS landmælinga til eftirlits og rannsókna með jarðskorpuhreyfingum í samvinnu við innnlendar og erlendar stofnanir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert