Dómar staðfestir í Baugsmáli

Hæstaréttardómarar ganga í dómssalinn í dag.
Hæstaréttardómarar ganga í dómssalinn í dag. mbl.is/Golli

Hæstiréttur staðfesti í dag dóma, sem sakborningar í Baugsmálinu hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Var um að ræða lokaþátt málsins sem hófst fyrir sex árum.

Í héraðsdómi var Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fjárdrátt, og þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og Jón Gerald Sullenberger, í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa út tilhæfulausan kreditreikning sem hafði áhrif á bókhaldslega stöðu almenningshlutafélagsins Baugs. 

Einn dómari Hæstaréttar, Páll Hreinsson, skilaði sératkvæði og taldi að  ómerkja beri dóm héraðsdóms Reykjavíkur varðandi þrjá ákæruliði og vísa þeim á ný heim í hérað. Að öðru leyti sagðist hann sammála meirihluta dómsins um niðurstöðu.

Rannsókn Baugsmálsins hófst með húsleit í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst 2002, í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenbergers þremur dögum fyrr. Ákærur voru gefnar út í málinu í 40 liðum 1. júlí 2005 en 32 þeirra var vísað frá og sýknað var í 8 liðum.

Nýjar ákærur í 19 liðum voru gefnar út 30. júní 2006. Fyrsta lið þeirrar ákæru var vísað frá en Hæstiréttur kvað upp dóma í 18 ákæruliðum  í dag.

Dómur Hæstaréttar í heild

Sigurður Tómas Magnússon, saksóknari, og lögmennirnir Brynjar Níelsson, Jakob R. …
Sigurður Tómas Magnússon, saksóknari, og lögmennirnir Brynjar Níelsson, Jakob R. Möller og Gestur Jónsson, bíða dóms Hæstaréttar. mbl.is/Golli
Jakob R. Möller og Gestur Jónsson, lögmenn Tryggva Jónssonar og …
Jakob R. Möller og Gestur Jónsson, lögmenn Tryggva Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í Hæstarétti í dag. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert