Dómur í Baugsmáli kveðinn upp í dag

Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, …
Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds, Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, og Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar mbl.is/Kristinn

Dómur í Baugsmálinu svonefnda verður kveðinn upp í Hæstarétti klukkan 16 í dag. Um er að ræða ákærur í átján liðum en í Héraðsdómi Reykjavíkur hlutu Jón Ásgeir og Jón Gerald þriggja mánaða skilorðsbundna dóma. Tryggvi Jónsson hlaut hins vegar tólf mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sinn þátt.

Fyrsta ákæran var gefin út 1. júlí 2005.  Rannsókn málsins hófst hins vegar með húsleit í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst 2002, í kjölfar kæru Jóns Geralds Sullenberger þremur dögum áður. Ákærur voru gefnar út í málinu í 40 liðum 1. júlí 2005 en 32 þeirra var vísað frá og sýknað var í 8 liðum.

Nýjar ákærur í 19 liðum voru gefnar út 30. júní 2006. Fyrsta lið ákærunnar var vísað frá, en eins og sagði mun Hæstiréttur kveða upp dóm í 18 ákærum í dag.

Dómarar í málinu eru Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Hjördís Hákonardóttir, Markús Sigurbjörnsson og Páll Hreinsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert