Dómurinn staðfestir fráleitar sakargiftir

Gestur Jónsson ræðir við blaðamenn eftir dóminn í dag.
Gestur Jónsson ræðir við blaðamenn eftir dóminn í dag. mbl.is/Golli

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði eftir að hann hafði lesið dóm Hæstaréttar í Baugsmálinu í dag, að dómurinn staðfesti hversu fráleitar sakargiftirnar voru, þegar stofnað var til stærsta efnahagsbrotamáls Íslandssögunnar á hendur Jóni Ásgeiri.

,,Þetta er mjög ítarlegur dómur, Jón Ásgeir er sýknaður í 16 af þeim 17. ákæruliðum sem hann er ákærður í, en sakfelldur fyrir hluta sakargiftanna í einum ákærulið. Sú sakfelling er í raun ekki sú sama og í héraðsdómi, þar sem hann hafði verið sakfelldur fyrir rangfærslu skjals og ranga tilkynningu til hlutafélagaskrár. Hann er núna sýknaður af því, en hins vegar talinn sekur um bókhaldsbrot," segir Gestur.

,,Ég vil ekki að draga úr alvarleika þess að fá sakfellingu í sakamáli, en þetta er auðvitað hreint smáatriði í samanburði við það sem lagt var upp með. Stóru tíðindin í þessu eru þau að þarna fær sex ára þrautaganga endi."

Málinu var þegar síðasta haust skotið til Mannréttindadómstóls Evrópu og segir Gestur dóminn í dag líklega eittvað sem Mannréttindadómstóllinn hafi verið að bíða eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert