Eftirskjálfti suðvestur af Selfossi

Upptök skjálftans eru merkt með grænni stjörnu.
Upptök skjálftans eru merkt með grænni stjörnu.

Jarðskjálfti, sem mældist rúm 3 stig á Richter, var á áttunda tímanum í kvöld á skjálftasvæðinu á Suðurlandi. Voru upptökin um 8,3 kílómetra vestsuðvestur af Selfossi. 

Alls hafa 367 skjálftar orðið á svæðinu á síðustu tveimur sólarhringum. Rúmlega helmingur þeirra hefur verið á bilinu 1-2 stig á Richter, 19 hafa verið 2-3 stig en aðrir undir einu stigi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert