Ekki fært að endurskoða sönnunarmat héraðsdóms

Sigurður Tómas Magnússon í Hæstarétti í dag.
Sigurður Tómas Magnússon í Hæstarétti í dag. mbl.is/Golli

Hæstirétt­ur seg­ir í niður­stöðu sinni um Baugs­málið, að ekki sé fært sam­kvæmt lög­um um meðferð op­in­berra mála, að end­ur­skoða sönn­un­ar­mat héraðsdóms á grund­velli skjallegra gagna einna og án til­lits til munn­legra skýrslna fyr­ir héraðsdómi.

Þá seg­ir dóm­ur­inn að í þrem­ur til­vik­um hafi héraðsdóm­ur litið svo á, að Baug­ur hefði veitt lán sem væru and­stæð hluta­fé­laga­lög­um. Í héraðsdómi hafði Jón Ásgeir Jó­hann­es­son verið sýknaður af sök­um sam­kvæmt þeim liðum ákær­unn­ar án þess að afstaða væri tek­in til þess hvort sannað væri að hann hafi af ásetn­ingi látið Baug veita þessi lán, en lán­in voru veitt á ár­un­um 1999 og 2001.

Hæstirétt­ur seg­ir, að með því að litið hafi veri svo á, að brot þessi, ef sönnuð yrðu, myndu ekki varða þyngri refs­ingu en sekt­um þætti sýnt að hugs­an­leg sök hafi hefði verið fyrnd.  Það yrði því and­stætt rétti Jóns Ásgeirs, sam­kvæmt 1. máls­grein 70. grein­ar stjórn­ar­skrár­inn­ar til rétt­látr­ar meðferðar máls inn­an hæfi­legs tíma, að ómerkja héraðsdóm til þess eins að láta meta hvort sök hans væri sönnuð sam­kvæmt þess­um ákæru­liðum en sýkna hann að því búnu vegna fyrn­ing­ar. 

Niður­stöður héraðsdóms um sak­fell­ing­ar Jóns Ásgeirs, Tryggva  Jóns­son­ar og Jóns Ger­alds Sul­len­b­erers voru staðfest­ar, að frá­tal­inni sak­fell­ingu Jóns Ásgeirs fyr­ir að hafa látið senda ranga op­in­bera til­kynn­ingu um hag Baugs, enda lá slík til­kynn­ing ekki fyr­ir í mál­inu. 

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar í Baugs­máli

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert