Evróvisjón kostaði 21 milljón

Eurobandið flytur íslenska lagið í Belgrad.
Eurobandið flytur íslenska lagið í Belgrad. Reuters

Heildarkostnaður Ríkisútvarpsins vegna þátttöku í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Evróvisjón, í Belgrað í Serbíu nam rúmlega 21 milljón króna. Eru allir kostnaðarliðir meðtaldir vegna þátttöku í keppninni, útsendinga frá tveimur undanúrslitaþáttum og úrslitaþætti, sem og útgjöld vegna þáttanna ,,Alla leið" sem söngvarinn Páll Óskar stjórnaði. Samtals var um að ræða um 10 klukkustundir af dagskrárefni.

,,Áætlanir stóðust nánast upp á krónu og kostnaðurinn var mjög svipaður því sem verið hefur undanfarin ár," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. ,,Við höfðum haft nokkrar áhyggjur af gengisþróuninni og lengd viðverunnar í Serbíu, en þær reyndust ástæðulausar." Þórhallur segir yfirstjórn fyrirtækisins afar ánægða með niðurstöðuna og framgöngu íslensku listamannanna og starfsfólks RÚV. Áhorf á þættina hafi verið á bilinu 40 til 90 prósent.

Kostnaður vegna Laugardagslaganna, íslensku forkeppninnar, er ekki meðtalinn í ofangreindri tölu og segir Þórhallur að um sérstakan skemmtiþátt hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert