Flugfreyjur semja við Iceland Express

Samningar hafa náðst í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Iceland Express. Samningurinn er sambærilegur við samninginn sem flugfreyjur gerðu við Icelandair í seinasta mánuði og hljóðar m.a. upp á 3,3% grunnkjarahækkun. Gildistími samningsins við Iceland Express er hins vegar nokkuð lengri eða til 1. september 2009. Kjarasamningur flugfreyja við Icelandair gildir hins vegar til 31. janúar næstkomandi.

Þær upplýsingar fengust hjá FFÍ í gær að viðræður stæðu nú yfir við Flugfélag Íslands um endurnýjun kjarasamninga

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka