Fyrsti laxinn úr Norðurá

Marínó Marínósson með fyrsta lax sumarsins úr Norðurá.
Marínó Marínósson með fyrsta lax sumarsins úr Norðurá. mbl.is/Golli

Fyrsti laxinn kom úr Norðurá um klukkan 8:30 í dag. Það var nýgengin 83 sentimetra löng hrygna, 12 pund að þyngd. Fiskinum var sleppt aftur í ána eftir að hann hafði verið mældur og veginn.

Það var Marínó Marínósson, gjaldkeri Stangveiðifélags Reykjavíkur, sem setti í laxinn klukkan 8:15 á Eyrinni svonefndu og það tók um 15 mínútur að ná honum á landi.

Á síðasta ári veiddust tæpir 1500 laxar í Norðurá og var hún fimmta gjöfulasta laxveiðiáin á sumrinu. 

Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, veður út á Brotið …
Guðmundur Stefán Maríasson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, veður út á Brotið í Norðurá. mbl.is/Golli
Talsverður fjöldi blaðamanna og annarra gesta fylgdist með því þegar …
Talsverður fjöldi blaðamanna og annarra gesta fylgdist með því þegar veiðin hófst í Norðurá. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka