Hvetur ríki ESB til að sameinast gegn hvalveiðum

Langreyður við hvalstöðina í Hvalfirði.
Langreyður við hvalstöðina í Hvalfirði. mbl.is/RAX

Stavros Dimas, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, skrifar grein í breska blaðið Daily Telegraph í gær þar sem hann hvetur aðildarríki sambandsins til að sameinast um stefnu í hvalamálum fyrir ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Chile í lok júní.

„Við sjáum enn fyrir hugskotssjónum okkar myndir af hvalhræjum, sem verið er að draga um borð í skip í Suðurhöfum og það er ljóst að nokkur lönd halda áfram hvalveiðum óhindrað. Við getum ekki setið aðgerðalaus og horft á ónauðsynlegar veiðar af þessu tagi halda áfram óhindrað," segir Dimas.

Hann segir, að þótt Evrópusambandsríki hafi verið í fararbroddi þeirra ríkja, sem vilji vernda þessi dýr, hafi ríkin ekki talað einni röddu í hvalveiðiráðinu. Þetta hafi komið í ljós á ársfundum ráðsins undanfarin ár. Ljóst sé, að hvalveiðiþjóðir muni reyna að nýta sér þennan ágreining á ársfundinum nú.

„Evrópusambandið og aðildarríki þess verða að tala einni röddu á fundinum í Chile í júní. Við verðum að hrinda tilraunum til að hnekkja banninu við hvalveiðum í atvinnuskyni. Fundurinn í júní má ekki verða upphaf endaloka hvalanna," segir Dimas.

Grein Dimas

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert