Hvítabjarnarmál vekur athygli

Afdrif hvítabjarnarins sem felldur var í Skagafirði á þriðjudag hefur vakið mikla athygli erlendis, ekki síst á Norðurlöndunum, og virðist málið  af umsögnum að dæma  álíka umdeilt og það hefur verið hér á landi.

Til að mynda er myndskeið, sem sýnir þegar björninn er skotinn, meðal þeirra sem mest hefur verið horft á á vefsíðu sænska blaðsins Aftonbladet og umsagnir sem skrifaðar hafa verið á vefútgáfu norska Dagbladet eru á þriðja hundrað og eru með heitustu umræðum á síðunni.

Tugir þúsunda notenda mbl.is hafa skoðað myndskeið um hvítabjörnin í sjónvarpi mbl og er óhætt að segja að það hafi vakið fáheyrða athygli.

Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:

Veiðisumarið lítur ágætlega út

Clinton dregur sig í hlé

Hæstaréttardómur í Baugsmáli

Svartsýnisspár gangi ekki eftir?

Gríðarleg eyðilegging í Bandaríkjunum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert