Meirihluti sölustaða í Hafnarfirði selur unglingum tóbak

Reuters

Í lok maí stóð forvarnarnefnd Hafnarfjarðar fyrir könnun meðal sölustaða tóbaks í Hafnarfirði. Í 53% tilfella gátu unglingarnir keypt tóbak, af 19 sölustöðum seldu 10 staðir unglingunum tóbak.
 
Tveir 15 ára unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. 10 sölustaðir seldu unglingunum tóbak. Í fyrra voru alls 25 sölustaðir tóbaks aðgengilegir börnum en þeim hefur fækkað og eru 19 þegar könnunin var gerð. Ekki er farið inn á staði með vínveitingaleyfi þar sem tóbak er selt, að því er segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.
 
Búast má við því að þeir staðir sem selji börnum tóbak fái áminningu eða verði sviptir tóbakssöluleyfi eins og lög um tóbaksvarnir gera ráð fyrir.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert