Segja upp viðskiptum við Símann

Kaþólska kirkjan á Akureyri
Kaþólska kirkjan á Akureyri mbl.is/Sigurður Ægisson

Tæp­ur þriðjung­ur meðlima Fé­lags kaþólskra leik­manna, eða um fimm þúsund manns, hef­ur sett nafn sitt á und­ir­skriftal­ista þar sem aug­lýs­inga­her­ferð Sím­ans er for­dæmd. Í und­ir­skrift­inni felst að slíta öll­um viðskipt­um við fyr­ir­tækið.

Að sögn Guðmund­ar Más Sig­urðsson­ar, sem sit­ur í stjórn Hafn­ar­fjarðardeild­ar fé­lags­ins, voru marg­ir afar ósátt­ir við aug­lýs­ing­una sem birt­ist fyr­ir jól með Jón Gn­arr í hlut­verki Júdas­ar. Fjöl­marg­ar kvart­an­ir voru lagðar fram en látið þar við sitja. Sjón­varps­aug­lýs­ing­in, sem ný­lega er far­in í loftið og sýn­ir Jón Gn­arr í hlut­verki Galí­leó Galí­lei fyr­ir rann­sókn­ar­rétt­in­um í Páfag­arði, er hins­veg­ar kornið sem fyll­ir mæl­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka