Sjómenn við samningaborðið

Forystusveitir útgerðarmanna og sjómanna eru sestar við samningaborðið til að takast á um kaup og kjör. Kjarasamningar sjómanna losnuðu á sjómannadaginn 1. júní.

Fátt bendir til annars en að framundan séu erfiðar kjaraviðræður og þungur róður. Þar skiptir sköpum að kjör sjómanna ráðast að hluta til af olíuverði, sem hefur stórhækkað að undanförnu. Útvegsmenn vilja breyta viðmiðunum við olíuverð sem stuðst er við þegar skiptaverð til sjómanna er reiknað, m.ö.o. að sjómenn taki á sig stærri hluta af síauknum olíukostnaði. Sjómönnum líst illa á þetta en taka undir að olíukostnaður útgerðanna sé að stíga upp úr öllu valdi.

Flókið eins og venjulega

Hann segir ljóst að olíuverðsviðmiðunin sé „gríðarlega erfitt mál“. Útgerðarmenn vilji að sjómenn taki meiri þátt í því en það geti varla gengið. Fiskverðsmál verða einnig uppi á borðinu og eitt af stóru málunum er kostnaður vegna slysatrygginga sjómanna, sem hefur aukist verulega frá því fyrst var um þær samið árið 2001. Sjómenn vilja taka á því með aðgerðum til að fækka slysum um borð.

„Olíuverðshækkunin setur stórt strik í reikninginn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. „Viðræðurnar eru rétt að byrja og lítið hægt að segja til um á þessari stundu hvaða stefnu þær taka,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna en bætir við að olíuverðið og tenging þess við skiptahlut sjómanna og vélstjóra á fiskiskipum verði erfiðasti bitinn við að eiga. „Útgerðin er með miklar kröfur. Auðvitað skilur maður vanda hennar vegna mikilla olíuverðshækkana. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert