Benedikt starfandi stjórnarformaður sjúkratryggingastofnunar

Benedikt Jóhannesson
Benedikt Jóhannesson mbl.is/Sverrir

Ákveðið hefur verið að Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar sjúkratryggingastofnunar sem tekur til starfa í haust, verði starfandi stjórnarformaður stofnunarinnar uns forstjóri hefur verið skipaður.

Það kemur í hlut starfandi stjórnarformanns að undirbúa starfsemi nýju stofnunarinnar og taka nauðsynlegar ákvarðanir í samráði við heilbrigðisráðherra og stjórn stofnunarinnar. Lögð er áhersla á mikilvægi samráðs við Tryggingarstofnun ríkisins við undirbúninginn, en hún annast nú afgreiðslu sjúkratrygginga í umboði heilbrigðisráðherra, samkvæmt tilkynningu.

Umsóknarfrestur um stöðu forstjóra sjúkratryggingastofnunar var lengdur til 15. september 2008 þegar ljóst var að frumvarp til laga um sjúkratryggingar hlyti ekki endanlega umfjöllun fyrr en í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert