220 þúsund lesta jafnstöðuafli

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson. mbl.is/Ásdís

Guðjón A. Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins, sagði á fundi  lands­ráðs flokks­ins á Laug­ar­vatni í morg­un, að grípa þurfi til aðgerða í fisk­veiðistjórn­un og setja á jafn­stöðuafla, 220 þúsund tonna þorskveiði ár­lega næstu þrjú árin. Síðan verði ár­ang­ur­inn met­inn. 

„Ég spái því að hann verði betri en það sem við höf­um gert frá 1984 með kvóta­brask­k­erf­inu," sagði Guðjón. „Árang­urs­leysi nú­ver­andi kvóta­kerf­is í tæp­leg­an fjórðung úr öld er al­gert. Mark­miðin um trausta at­vinnu og  byggð í land­inu sam­fara upp­bygg­ingu fiski­stofna hafa alls ekki náðst. Nú er nóg komið af póli­tískri fiski­fræði og stjórn­ar­stefn­unni um samþjöpp­un veiðiheim­ilda á fáar hend­ur sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur fengið ráðið í 17 ár sam­felt. Því verður að linna. Þjóðin á auðlind­ina en hvorki Hafró né heill­um horf­inn Sjálf­stæðis­flokk­ur við völd í skjóli Sam­fylk­ing­ar."

Guðjón lagði einnig til, að á næstu þrem­ur árum verði öll leiga og sala kvóta milli út­gerða stöðvuð frá og með næstu ára­mót­um og sett verði lög um það að aðeins ríki og sveit­ar­fé­lög megi leigja kvóta til út­gerðar. 

Þá lagði hann til, að á hverju næstu þriggja ára verði 150 þúsund tonn í afla­hlut­deild­ar­kerf­inu hvert ár. 25 þúsund tonn verði í byggðapotti næstu tvö ár og síðan 10 þúsund tonn, þriðja árið.

Loks lagði Guðjón til, að loðnu­veiðar verði ekki leyfðar næstu tvö ár, nema því aðeins að veiðistofn loðnu mæl­ist yfir 800 þúund tonn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka