Breytingar á matvælalögum í þágu bænda

Mat­væla­frum­varp sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sem heim­il­ar inn­flutn­ing á hráu kjöti verður unnið áfram í land­búnaðar­nefnd Alþing­is í sum­ar. Veru­leg andstaða kom fram við frum­varpið á síðustu vik­um þings­ins í vor.

Efa­semd­ir víða

Ein­ar K. Guðfinns­son land­búnaðarráðherra seg­ist ekki draga dul á að staða bænda í sum­um grein­um sé mjög erfið.

Verðhækk­an­ir á aðföng­um, olíu og fleiri þætt­ir reyn­ast lands­byggðinni þung­ir þessa daga. At­vinnu­grein­ar sem heyra und­ir ráðuneyti Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, verða fyr­ir búsifj­um af þess­um og raun­ar fleiri ástæðum. Ráðherra seg­ir að vandi mjólk­ur­fram­leiðenda hafi að hluta til verið leyst­ur með breyt­ing­um á verði fyr­ir fram­leiðsluna. Vandi annarra greina sé óleyst­ur. Til dæm­is eigi sauðfjár­bænd­ur mjög í vök að verj­ast.

„Ég úti­loka ekki breyt­ing­ar á frum­varp­inu um inn­flutn­ing á hráu kjöti. Þær eiga þá að verða til hags­bóta fyr­ir bænd­ur og auka mat­væla­ör­yggi þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Ein­ar. „Ég er sátt­ur við umræðuna eins og hún þróaðist í vor. Þrátt fyr­ir and­stöðu sáu menn að frum­varpið var ekki lagt fram að til­efn­is­lausu og að það verður að breyta lög­un­um til að tryggja út­flutn­ings­hags­muni þjóðar­inn­ar og upp­fylla Evr­ópu­skil­mála sem við höf­um und­ir­geng­ist.“

Fagn­ar tæki­færi til að breyta

„Þegar leið á umræðuna var það að mínu frum­kvæði sem mál­inu var frestað og ég fagna því að nú er tæki­færi til að fara nán­ar yfir það í sum­ar,“ seg­ir ráðherr­ann. .

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert