Engir blökkumenn á Iwo Jima

Clint Eastwood.
Clint Eastwood.

Clint Eastwood hefur svarað gagnrýni kollega síns, leikstjórans Spike Lee, en sá síðarnefndi sagði að Eastwood réði ekki nógu marga þeldökka leikara í myndir sínar. Lee fór fremur hörðum orðum um Eastwood en Óskarsverðlaunaleikstjórinn segir gagnrýnina óréttmæta með öllu.

„Við gerð Flags of Our Fathers reyndum við að hafa allar sögulegar staðreyndir á hreinu. Ef ég hefði farið að troða blökkumanni þar inn hefði fólk sagt að ég hefði misst vitið,“ sagði Eastwood. Lee sagði á Cannes-hátíðinni að honum þætti undarlegt að engir svartir leikarar væru í myndum Eastwoods um orrustuna á Iwo Jima.

Hefði ekki haft Mandela hvítan

„Sagan sem við sögðum var Flags of Our Fathers, sem fjallaði um myndina frægu þegar fáninn var reistur. Það voru ekki blökkumenn sem tóku þátt í því,“ sagði Eastwood.

„Ég tek ekki þátt í svona leikjum. Þegar ég gerði kvikmyndina Bird áttu 90% leikara að vera svartir og þeir voru það. Ég fer ekki að láta hvítan mann leika Nelson Mandela,“ sagði Eastwood, en næsta mynd hans er um hann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert