Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra vefengir ekki þau orð Arnars Sigurmundssonar að 150-300 manns missi störf, verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar.
„Úthlutun aflaheimilda í öðrum tegundum en þorski verður ákveðin fyrir mánaðamót,“ segir Einar, sem ræddi stöðu fiskstofna á ríkisstjórnarfundi. Ráðherrann segir þorskkvóta til tveggja ára hafa verið ákveðinn í fyrra samhliða mótun nýrrar aflareglu til framtíðar. Nú verði farið yfir tillögur Hafró um aðrar tegundir.
Þótt ekki sé hægt að svara því enn hvað gert verður, segir Einar að tekið verði tillit til Hafró. „Annars þyrftum við engar tillögur,“
Ráðherrann segir engar nýjar mótvægisaðgerðir á dagskrá nú. „Áhrifa þeirra sem þegar eru í gangi fer að gæta meira en verið hefur og þær voru ákveðnar miðað við meira en eins árs samdrátt.“