Fara kennarar í haust?

Eyþór Árnason

„Það er mjög þungt hljóð í okk­ar fólki. Mönn­um finnst allt of mik­ill hæga­gang­ur í samn­ingaviðræðum,“seg­ir Aðal­heiður Stein­gríms­dótt­ir, formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara, en trúnaðar­menn fé­lags­ins funduðu ný­verið til að fara yfir stöðuna í kjara­samn­ing­um þess við ríkið. Rætt er við Aðal­heiði í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Að mati Aðal­heiðar ríður á að samið verði sem allra fyrst, því það megi ekki ger­ast að ósamið verði þegar skól­arn­ir hefj­ist í haust því það gæti haft al­var­leg áhrif. Bend­ir hún á að verði staðan óbreytt í haust þá ótt­ist hún að kenn­ar­ar fari að horfa í kring­um sig eft­ir bet­ur launuðum störf­um.

Skynja vilja­leysi rík­is­valds­ins

„Við upp­lif­um ákveðið and­vara­leysi frá rík­is­vald­inu gagn­vart launa­kjör­un­um í fram­halds­skól­un­um og vilja­leysi til þess að bregðast við stöðunni. Það lýs­ir sér í því að við höf­um dreg­ist aft­ur úr miðað við sam­an­b­urðar­hópa í BHM. Kenn­ar­ar hafa ekki notið góðs af þensl­unni sem ríkt hef­ur að und­an­förnu, þannig að eins og staðan er í dag eru fram­halds­skól­arn­ir því miður eng­an veg­inn sam­keppn­is­hæf­ir launa­lega séð um gott fólk á vinnu­markaði,“ seg­ir Aðal­heiður og bend­ir á að nokkuð beri á því að ung­um, ný­út­skrifuðum kenn­ur­um bregði þegar þeir heyri hver launa­kjör byrj­enda eru og freisti þess að leita í önn­ur bet­ur launuð störf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert