Fresta nýja spítalanum?

Tillaga að nýjum hátæknispítala.
Tillaga að nýjum hátæknispítala.

Frest­un bygg­ing­ar nýja há­skóla­sjúkra­húss­ins kem­ur til álita í tengsl­um við gerð fjár­laga næsta árs, skv. upp­lýs­ing­um for­manns fjár­laga­nefnd­ar.

Bú­ast má við að tekj­ur rík­is­ins, m.a. af veltu­skött­um, muni minnka um­tals­vert á síðari hluta árs­ins og á því næsta vegna sam­drátt­ar­ins í efna­hags­líf­inu. Útgjöld munu á hinn bóg­inn aukast vegna ákv­arðana rík­is­stjórn­ar­inn­ar í tengsl­um við kjara­samn­ing­ana og um­samd­ar launa­hækk­an­ir. Fjár­málaráðuneytið spá­ir 19,6 millj­arða kr. halla á rík­is­sjóði 2009 og 15 millj­arða halla 2010.

Vinna við fjár­laga­gerð fyr­ir næsta ár er haf­in af full­um krafti. Skoða á ræki­lega hvar tæki­færi eru í rík­is­rekstr­in­um til hagræðing­ar. Ýmis stór verk­efni verða einnig skoðuð.

„Það má vel vera að það séu líka ein­hver önn­ur verk­efni sem hugs­an­lega þurfi að fresta vegna þess að þau eru ekki kom­in nógu hratt fram. Þar er ég að tala um há­skóla­sjúkra­húsið,“ seg­ir Gunn­ar Svavars­son, formaður fjár­laga­nefnd­ar. Seg­ir hann þetta koma til greina, „miðað við það að verkið er bara ekki nógu langt komið. Það er enn þá á umræðu- og hönn­un­arstigi,“ svar­ar hann.

Spurður um aðrar stór­fram­kvæmd­ir, s.s. Sunda­braut seg­ir Gunn­ar að hún sé enn þá í skipu­lags- og hönn­un­ar­fasa „og það er eins með hana eins og há­skóla­sjúkra­húsið að þetta eru stór verk­efni sem taka mjög lang­an tíma á forstigi. Þar af leiðandi má vel vera að þau komi ekki eins hratt inn og gert var ráð fyr­ir.“

Í hnot­skurn


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert