Fresta nýja spítalanum?

Tillaga að nýjum hátæknispítala.
Tillaga að nýjum hátæknispítala.

Frestun byggingar nýja háskólasjúkrahússins kemur til álita í tengslum við gerð fjárlaga næsta árs, skv. upplýsingum formanns fjárlaganefndar.

Búast má við að tekjur ríkisins, m.a. af veltusköttum, muni minnka umtalsvert á síðari hluta ársins og á því næsta vegna samdráttarins í efnahagslífinu. Útgjöld munu á hinn bóginn aukast vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana og umsamdar launahækkanir. Fjármálaráðuneytið spáir 19,6 milljarða kr. halla á ríkissjóði 2009 og 15 milljarða halla 2010.

Vinna við fjárlagagerð fyrir næsta ár er hafin af fullum krafti. Skoða á rækilega hvar tækifæri eru í ríkisrekstrinum til hagræðingar. Ýmis stór verkefni verða einnig skoðuð.

„Það má vel vera að það séu líka einhver önnur verkefni sem hugsanlega þurfi að fresta vegna þess að þau eru ekki komin nógu hratt fram. Þar er ég að tala um háskólasjúkrahúsið,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Segir hann þetta koma til greina, „miðað við það að verkið er bara ekki nógu langt komið. Það er enn þá á umræðu- og hönnunarstigi,“ svarar hann.

Spurður um aðrar stórframkvæmdir, s.s. Sundabraut segir Gunnar að hún sé enn þá í skipulags- og hönnunarfasa „og það er eins með hana eins og háskólasjúkrahúsið að þetta eru stór verkefni sem taka mjög langan tíma á forstigi. Þar af leiðandi má vel vera að þau komi ekki eins hratt inn og gert var ráð fyrir.“

Í hnotskurn


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert