Hanna Birna oddviti strax

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir verður odd­viti sjálf­stæðismanna í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur strax í stað Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Vil­hjálmi en eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag verður Hanna Birna borg­ar­stjóri á næsta ári. 

Yf­ir­lýs­ing Vil­hjálms Þ. Vil­hjálms­son­ar er svohljóðandi:

„Borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins féllst í dag á til­lögu mína um að Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir taki við af mér sem odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík. Sú breyt­ing tek­ur gildi þegar í stað, en að loknu sum­ar­leyfi tek­ur Hanna Birna við for­mennsku í borg­ar­ráði en ég við embætti for­seta borg­ar­stjórn­ar og starfa áfram að hags­muna­mál­um borg­ar­búa og stefnu­mál­um Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Í lok kjör­tíma­bils­ins árið 2010 hef ég unnið fyr­ir Reyk­vík­inga í 28 ár eða tæp­an starfs­ald­ur. Eins og ég hef lýst yfir áður mun ég ekki gefa kost á mér til for­ystu í borg­ar­mál­um eft­ir það. Í ljósi þess og til að eyða allri óvissu tel ég eðli­legt að Hanna Birna, sem var í 2. sæti fram­boðslist­ans í kosn­ing­un­um 2006, taki við störf­um odd­vita og óska ég henni velfarnaðar í því mik­il­væga hlut­verki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert