Hanna Birna verður borgarstjóri

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður næsti borgarstjóri í Reykjavík.
Hanna Birna Kristjánsdóttir verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Rax

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður borgarstjóri í Reykjavík á næsta ári, þegar Sjálfstæðisflokkurinn skipar í embættið að nýju. Þetta hefur verið ákveðið í borgarstjórnarflokki sjálfstæðsmanna skv. heimildum mbl.is. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður að öllum líkindum forseti borgarstjórnar. Það var hans tillaga að Hanna Birna tæki við borgarstjóraembættinu.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna var borgarstjóri framan af kjörtímabilinu, á meðan sjálfstæðismenn og framsóknarmenn störfuðu saman í meirihluta í borgarstjórn. Ólafur F. Magnússon tók við embættinu þegar sjálfstæðsmenn og F-listi mynduðu meirihluta í upphafi árs en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sest aftur í borgarstjórastólinn á næsta ári.

Hanna Birna er nú forseti borgarstjórnar og Vilhjálmur Þ. formaður borgarráðs. Heimildir Fréttavefjar Morgunblaðsins herma að þau skipti senn á þeim embættum og Hanna Birna setjist svo í stól borgarstjóra á næsta ári, sem fyrr segir, þegar Ólafur F. Magnússon lætur af því embætti.

Borgarstjórarar - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi, Hanna Birna Kristjánsdóttir verðandi …
Borgarstjórarar - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi, Hanna Birna Kristjánsdóttir verðandi og Ólafur F. Magnússon núverandi. Í baksýn eru Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Júlíus Sigurjónsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert