Kvennahlaup ÍSÍ var ræst í Garðabæ klukkan tvö í dag að viðstöddu fjölmenni. Þátttakendur í hlaupinu hafa ekki látið rigninguna á höfuðborgarsvæðinu aftra sér en óhætt er að segja að veðrið hafi ekki leikið við íbúa höfuðborgarsvæðiðins í dag.
Í morgun var hlaupið í Mosfellsbæ, á Akureyri, Húsavík og á Egilsstöðum. Veðrið lék við þáttakendur á Húsavík en þar tóku á sjötta tug kvenna þátt í hlaupinu.
Íslenskar konur hlaupa víða um heim en Guðbjörg Jónsdóttir, sem komin er sjö mánuði á leið, tók þátt í hlaupinu í Óðinsvéum í Danmörku ásamt tvíburum sínum Mikael Norðquist og Gabríel Norðquist. Hlaupið fór fram í 25 stiga hita og glampandi sól, og skemmtu þau sér vel.
Hlaupið er víða um heim í dag en um 15.000 þúsund konur taka þátt á um 90 stöðum hérlendis og á 20 stöðum erlendis.