Í fljótu bragði virtist sem alvarlegt atvik hefði átt sér stað á Neskaupstað í dag þar sem sjá mátti björgunarþyrluna GNÁ bjarga kajakræðara úr sjó. Þegar betur var að gáð kom í ljós að umhelgina stendur yfir kajakmótið Egill Rauði hjá kajakklúbbnum Kaj.
Fjölbreytt dagskrá er á mótinu, en auk björgunaræfinga og tækniæfinga er boðið upp á námskeið, fyrirlestra og styttri og lengri kajakferðir, bæði
fyrir vana og óvana.