Kvennahlaup ÍSÍ hafið

Konur fjölmenntu í morgun í Mosfellsbæ í Kvennahlaupi ÍSÍ.
Konur fjölmenntu í morgun í Mosfellsbæ í Kvennahlaupi ÍSÍ. mbl.is

Kvenna­hlaup ÍSÍ fer fram í 19. sinn í dag og hófst fyrsta hlaupið í Mos­fells­bæ, á Ak­ur­eyri, og á Eg­ils­stöðum klukk­an ell­efu í morg­un.  Kon­ur fjöl­menntu í Mos­fells­bæ­inn í morg­un til þess að taka þátt en kvenna­hlaup ÍSÍ er einn út­breidd­asti og fjöl­menn­asti íþróttaviðburður sem hald­inn er á Íslandi ár hvert.

Á Húsa­vík tóku á sjötta tug kvenna þátt í hlaup­inu sem hófst við sund­laug­ina klukk­an ell­efu í blíðaskap­ar­veðri. 

Fjöl­breytt dag­skrá verður um allt land á hlaupa­stöðunum.  Í Garðabæ hefst dag­skrá klukk­an 13:30 þar sem Hara syst­ur munu skemmta og verður hlaupið ræst klukk­an 14:00.

Um 15.000 þúsund kon­ur taka þátt á um 90 stöðum hér­lend­is og á 20 stöðum er­lend­is t.d verður kvenna­hlaup í Búlgaríu, Fær­eyj­um, Mex­ikó, Dan­mörku, Þýskalandi, Ástr­al­íu, Finn­landi, Kan­ada, Nor­egi, Lúx­em­borg, Frakklandi og Banda­ríkj­un­um.

Á sjötta tug kvenna tóku þátt í hlaupinu á Húsavík.
Á sjötta tug kvenna tóku þátt í hlaup­inu á Húsa­vík. Hafþór Hreiðars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert