Kvennahlaup ÍSÍ hafið

Konur fjölmenntu í morgun í Mosfellsbæ í Kvennahlaupi ÍSÍ.
Konur fjölmenntu í morgun í Mosfellsbæ í Kvennahlaupi ÍSÍ. mbl.is

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í 19. sinn í dag og hófst fyrsta hlaupið í Mosfellsbæ, á Akureyri, og á Egilsstöðum klukkan ellefu í morgun.  Konur fjölmenntu í Mosfellsbæinn í morgun til þess að taka þátt en kvennahlaup ÍSÍ er einn útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert.

Á Húsavík tóku á sjötta tug kvenna þátt í hlaupinu sem hófst við sundlaugina klukkan ellefu í blíðaskaparveðri. 

Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á hlaupastöðunum.  Í Garðabæ hefst dagskrá klukkan 13:30 þar sem Hara systur munu skemmta og verður hlaupið ræst klukkan 14:00.

Um 15.000 þúsund konur taka þátt á um 90 stöðum hérlendis og á 20 stöðum erlendis t.d verður kvennahlaup í Búlgaríu, Færeyjum, Mexikó, Danmörku, Þýskalandi, Ástralíu, Finnlandi, Kanada, Noregi, Lúxemborg, Frakklandi og Bandaríkjunum.

Á sjötta tug kvenna tóku þátt í hlaupinu á Húsavík.
Á sjötta tug kvenna tóku þátt í hlaupinu á Húsavík. Hafþór Hreiðarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert