Karl V í góðum höndum

Aleqa Hammond utanríkisráðherra Grænlands og Ruth Heilmann formadur Grænlandsþings ásamt …
Aleqa Hammond utanríkisráðherra Grænlands og Ruth Heilmann formadur Grænlandsþings ásamt björgunarfólki frá Landsbjörgu „hlú að“Karli V. Matthíassyni formanni Vestnorræna ráðsins. mbl.is/Hilmar Snorrason

Fjölþjóðleg björgunaræfing var haldin í Færeyjum um helgina, sú fyrsta sinnar tegundar síðan heimastjórnin tók við landhelgis- og björgunarmálum af Dönum og er að sögn lögmanns Færeyja mikilvægur liður í uppbyggingu þeirrar starfsemi.

Æfingin var haldin í tengslum við þemaráðstefnu Vestnorræna ráðsins um björgunarmál á Norður-Atlantshafi. „Þetta er mikilvægt mál fyrir Færeyjar,“ sagði Högni Hoydal í Morgunblaðinu í dag. „Slysavarnir í norðurhöfunum eru mikilvægar því fleiri og fleiri skip eru að sigla hér um. Samstarf við önnur Norðurlönd, ekki síst Grænland, Ísland og Noreg er mikilvægt og við erum spenntir að sjá samstarfið batna milli færeyskra og íslenskra stjórnvalda.“

Aleqa Hammond utanríkisráðherra Grænlands og Ruth Heilmann formadur Grænlandsþings ásamt björgunarfólki frá Landsbjörgu „hlúa að“Karli V. Matthíassyni, alþingismanni Samfylkingarinnar og formanni Vestnorræna ráðsins, á myndinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert